Það var í maí 2017 að ég seldi konu bómullar ökklasokka. Ég hitti hana aftur þremur árum seinna þar sem hún fór að tala um sokkana sem hún keypti af mér. Hún var hæst ánægð með þá og sagðist ennþá eiga þá, það sama væri með dóttur hennar og systir. Þær væru ennþá að nota sokkana sem hún keypti. Ég var ánægð að heyra þetta og hugsaði um öll kolefnasporin sem við höfum sparað með því að bjóða upp á endingagóða vöru.