Gæði í fyrirrúmi

Sokka Kompaníið ehf stendur fyrir framleiðslu á sokkum undir merkinu Socks2Go sem er vörumerki skrásett á Íslandi. Sokkarnir eru framleiddir úr afar vönduðu garni og eru slitsterkir og þægilegir. Sokkarnir eru einnig forþvegnir, svoleiðis að þeir hlaupa ekki né aflagast eftir þvott. Þrátt fyrir langtíma notkun halda þeir upphaflegu formi. Ullarsokkarnir okkar eru rómaðir fyrir að vera mjúkir, stinga ekki né klæja.
Bómullin er tyrknesk hágæða bómull sem hefur langa þræðii sem skilar sér í færri samsetningum á þræðinum  skilar sér svo aftur í sterkari og mýkri bómull.
Við notum "tæknilega" ull eða Technical ull í Outdoor og Everyday ullarsokkana. Fyrirtæki á borð við Dior og Tommy Hilfiger nota samskonar tænkilega ull í margar af sínum ullarvörum.