Sokkakompaníið ehf stendur fyrir framleiðslu á sokkum undir merkinu Socks2Go. Sokkarnir eru framleiddir úr afar vönduðu garni og eru slitsterkir og þægilegir. Sokkarnir eru einnig forþvegnir, svoleiðis að þeir hlaupa ekki né aflagast eftir þvott. Þrátt fyrir langtíma notkun halda þeir upphaflegu formi. Ullarsokkarnir okkar eru rómaðir fyrir að vera mjúkir, stinga ekki né klæja og varna svitamyndun. Við höfum unnið hörðum höndum að því að framleiða sokka sem endast lengi og leggja okkar af mörkum gegn offramleiðslu á vefnaðarvöru. Sameinumst um að vera ábyrgir neytendur.